19. september

Í Þebuborg hinni fornu stóð stytta Memnons, sonar morgunroðans. Þegar sól reis gaf styttan frá sér hljóm eins og þegar þaninn strengur brestur. Leyndarmálið var það að steinninn var sprunginn.

18. september

,,Góður er Drottinn þeim er á hann vona, og þeirri sál, er til hans leitar. Gott er að bíða hljóður eftir hjálp Drottins.” (Harmljóðin 3)

17. september

,,Biðjið án afláts.” (1. Þess. 5.17)

Blaðamaður spurði Móður Teresu hvað hún segði við Guð í bænum sínum. Hún svaraði: ,,Ekkert. Ég hlusta bara.”  ,,Og þegar  þú hlustar, hvað segir Guð við þig?” ,,Hann segir ekkert,” svaraði hún, ,,hann hlustar bara.”

16. september

Tollheimtumaðurinn kom inn í musterið og sagði: Guð vertu mér syndugum líknsamur, og hann var bænheyrður. Ræninginn á krossinum sagði: Jesús, minnstu mín! og hann var bænheyrður.

15. september

,,Gleymið ekki gestrisninni, því að vegna hennar hafa sumir hýst engla án þess að vita.” (Heb. 13.2)

Í gær sá ég ókunnan mann. Ég lagði mat á borð, hellti vatni í glas, lék ljúfa tónlist honum til ánægju. Í nafni