25. janúar

Það er eitthvert mikið afl á bak við allt, því trúum við og treystum.

23. janúar

Menn sem búa yfir hugarró komast hvorki úr jafnvægi né skelfast, heldur halda þeir sínu striki, hvernig svo sem vindurinn blæs, rétt eins og klukka í þrumuverði. (R.L. Stevenson)
(Heimild: Minnisstæðar tilvitnanir)

22. janúar

Jákvætt hugarfar er lykillinn að velgengni í viðskiptum, menntun, knattspyrnu og öllu hinu, sem þú kannt að nefna.

21. janúar

Hve ljúft hljómar nafn þitt, Kristur.
Í eyrum þeirra er trúar.

20. janúar

Fyrsta beiðnin í bænum okkar til Almáttugs Guðs ætti að vera um góða samvisku, næsta um andlegt heilbrigði og þá líkamlegt. (L.A. Seneca)
(Heimild: Minnisstæðar tilvitnanir)