14. janúar

Það kostar ekkert að vera kurteis, en gefur svo ótrúlega mikið.

13. janúar

Að horfa upp en ekki niður.
Að horfa fram á veg en ekki um öxl.

12. janúar

Gerðu allt það góða sem þú getur:
með öllum ráðum sem þú getur;
á allan hátt sem þú getur;
á öllum stöðum sem þú getur;
alltaf þegar þú getur;
við alla sem þú getur;
eins lengi og þú getur. (J. Wesley)

(Heimild: Minnisstæðar tilvitnanir)

11. janúar

Þegar ég á við vandamál að stríða, bið ég um hjálp í bænum mínum.

10. janúar

Biblían segir okkur að spörfugl falli ekki valinn, án þess að Guð taki eftir því.