Vel heppnaðir tónleikar

kammerh2010a
kammerh2010b
Kammerkór Seltjarnarneskirkju endurflutti "Missa Brevis" eftir Jacob de Haan, sunnudaginn 7. nóv. sl. Jafnframt sungu einsöngvarar úr röðum kórsins nokkur einsöngslög við undirleik Friðriks Vignis Stefánssonar organista. Stjórnandi Kammerkórsins var Friðrik Vignir Stefánsson, Arngerður María Árnadóttir lék undir á orgel og félagar úr Sinfóníuhljómsveit áhugamanna spiluðu undir.