Velheppnaðir vortónleikar Kammerkórs kirkjunnar

kammerkorvor2010

Listahátíð Seltjarnarneskirkju 2010 hófst með vortónleikum Kammerkórsins 28. apríl sl. og báru þeir yfirskriftina Tónar upprisunnar. Rúmlega eitt hundrað manns sóttu tónleikana en á efnisskránni var tónverk með trúarlegu ívafi. Auk þess var frumflutt á Íslandi tónverkið Missa Brevis eftir hollenska tónskáldið Jackob de Haan.

Stjórnandi tónleikanna, sem voru afar vel heppnaðir, var Friðrik Vignir Stefánsson, tónlistarstjóri kirkjunnar og meðleikari á orgel var Arngerður María Árnadóttir. Á tónleikunum komu fram 16 frábærir söngvarar  kammerkórsins og sjö þeirra sungu einsöng með kórnum. Kynnir var Ólafur Egilsson, formaður Listvinafélags Seltjarnarneskirkju, en tónleikarnir mörkuðu upphaf listahátíðardagskrár Listvinafélags kirkjunnar. Í lok tónleikanna risu gestir úr sætum og klöppuð kórnum lof í lófa.