Himnamóðirin bjarta

kammerkor27mars

Kammerkór Seltjarnarneskirkju heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 27. mars 2011 kl.17.00
Á tónleikunum, sem bera yfirskriftina „Himnamóðirin bjarta“, verða flutt tónverk tileinkuð heilagri Maríu.

Stjórnandi: Friðrik Vignir Stefánsson
Meðleikarar á orgel Kári Allansson og Friðrik Vignir

Einnig munu söngvarar úr röðum kórfélaga syngja einsöng.

Allir velkomnir

Aðgangseyrir 1500 kr.

Vel heppnaðir tónleikar

kammerh2010a
kammerh2010b
Kammerkór Seltjarnarneskirkju endurflutti "Missa Brevis" eftir Jacob de Haan, sunnudaginn 7. nóv. sl. Jafnframt sungu einsöngvarar úr röðum kórsins nokkur einsöngslög við undirleik Friðriks Vignis Stefánssonar organista. Stjórnandi Kammerkórsins var Friðrik Vignir Stefánsson, Arngerður María Árnadóttir lék undir á orgel og félagar úr Sinfóníuhljómsveit áhugamanna spiluðu undir.

Velheppnaðir vortónleikar Kammerkórs kirkjunnar

kammerkorvor2010

Listahátíð Seltjarnarneskirkju 2010 hófst með vortónleikum Kammerkórsins 28. apríl sl. og báru þeir yfirskriftina Tónar upprisunnar. Rúmlega eitt hundrað manns sóttu tónleikana en á efnisskránni var tónverk með trúarlegu ívafi. Auk þess var frumflutt á Íslandi tónverkið Missa Brevis eftir hollenska tónskáldið Jackob de Haan.

Stjórnandi tónleikanna, sem voru afar vel heppnaðir, var Friðrik Vignir Stefánsson, tónlistarstjóri kirkjunnar og meðleikari á orgel var Arngerður María Árnadóttir. Á tónleikunum komu fram 16 frábærir söngvarar  kammerkórsins og sjö þeirra sungu einsöng með kórnum. Kynnir var Ólafur Egilsson, formaður Listvinafélags Seltjarnarneskirkju, en tónleikarnir mörkuðu upphaf listahátíðardagskrár Listvinafélags kirkjunnar. Í lok tónleikanna risu gestir úr sætum og klöppuð kórnum lof í lófa.