"Litla orgelmessan" eftir Joseph Haydn

Næstkomandi sunnudag 8. nóvember kl.11.00 verður "Litla orgelmessan" eða "Missa brevis St Joannis de Deo" eftir Joseph Haydn flutt í messu í Seltjarnarneskirkju af  Kammerkór kirkjunnar og strengjakvartett úr Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, en í honum eru: Helga R. Óskarsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Páll Einarsson og Roine Hultgren. Orgelleikari er Bjarni Þór Jónatansson, einsöngvari er Katla Björk Rannversdóttir og stjórnandi Friðrik Vignir Stefánsson tónlistarstjóri Seltjarnarneskirkju.

Tilefni þessa flutnings er að Joseph Haydn á 200 ára dánarafmæli á þessu ári.

JÓLATÓNLEIKAR 7.des

Jólatónleikar Kammerkórs Seltjarnarneskirkju

haust2016 Kammerkor

Minnum á árlegu jólatónleika Kammerkórs Seltjarnarneskirkju 7. des kl.20:00.  Fjölbreytt efnisskrá með skemmtilegri jólatónlist bæði erlend og íslensk. Kórfélagar munu einnig syngja einir eða fleiri saman. Renata Ivan er meðleikari bæði á píanó og orgel. Frítt inn og allir velkomnir. Notaleg kvöldstund fyrir svefninn :)