Menningarkvöld LVS 22. október

Listvinafélag Seltjarnarneskirkju (LVS) efnir til menningardagskrár í kirkjunni fimmtudagskvöldið 22. október kl. 20. Þar verður boðið upp á sögulegan fróðleik og fagra tónlist.

Dr. Hjalti Hugason prófessor í kirkjusögu mun segja frá Guðmundi biskupi góða sem Gvendarbrunnar, bæði hér við Reykjavík og víðar um land, eru kenndir við.  Guðmundur góði Arason lést árið 1237, 86 ára gamall, eftir allróstusama ævi.  Hann hefur verið sagður tvímælalaust einhver umdeildasti og merkilegasti biskup sem hér hefur setið og ríkt.

Listvinafélag Seltjarnarneskirkju (LVS)

Listvinafélagið

Félagið var sem kunnugt er stofnað hinn 21. janúar 2004 og er hlutverk þess að efla listalíf við Seltjarnarneskirkju og annars staðar þar sem fólk í sókn hennar fær notið. Árgjald er 3000 krónur, eldri borgarar fá 50% afslátt og skólafólk þarf ekki að greiða félagsgjald. - Frásögn af stofnfundinum og lögum félagsins eru birt annars staðar á vefsíðunni.
-- Allir eru hvattir til að ganga í félagið, njóta þannig og styðja starfsemi þess sem hefur farið afar vel af stað. Tilkynna má þátttöku með því að tilgreina nafn, kennitölu, heimilisfang, síma og tölvupóstfang, ef um er að ræða, í síma kirkjunnar 561 1550, í símbréfi 561 1546, tölvubréfi: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., eða almennum pósti: Listvinafélag Seltjarnarneskirkju, Seltjarnarneskirkju v/Kirkjubraut, 170 Seltjarnarnes. Einnig má hafa samband við ritara félagsins Þórleif Jónsson s. 561 1404 eða aðra í stjórn félagsins sbr. upplýsingar annars staðar á vefsíðunni.