Sunnudagaskóli

sjaumst sunndagaskolinn

Allir velkomnir í sunnudagsskólann

Í kirkjuskólann koma börn á aldrinum 1 - 8 ára ásamt foreldrum og eiga saman skemmtilega og notalega stund. Kirkjuskólinn er á sama tíma og Guðsþjónusturnar eða kl. 11 á sunnudagsmorgnum.  Börnin eru með í hinni almennu guðsþjónustu í u.þ.b. 10 mín. syngja eitt lag og ganga síðan niður á neðri hæð kirkjunnar þar sem fram fer stund sniðin að þeirra þörfum.

Við viljum benda líka á vefinn Barnatrú.is en þar er að finna ýmislegt efni fyrir krakka á sunnudagaskóla aldrinum t.d. litabók, söngva og sögur.