Sunnudagurinn 7. mars

Fræðslumorgunn kl. 10.

Afhelgun alls? Hver eru áhrifin á samfélagið?
Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur, talar.

sunnudagaskoli

Fjölskylduguðsþjónusta á æskulýðsdaginn kl. 11

Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, héraðsprestur, þjónar ásamt Sveini Bjarka Tómassyni, æskulýðsfulltrúa og leiðtogum.

Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

Sunnudagurinn 28. febrúar

 kirkjakross

Fræðslumorgunn kl. 10

Hvers vegna horfa Íslendingar til Kúrda?
Ögmundur Jónasson, fv. alþingismaður og ráðherra talar.

Sunnudagaskóli og guðsþjónusta kl. 11

Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Kaffiveitingar efir athöfn í safnaðarheimilinu.

Sunnudagurinn 21. febrúar

altari

Fræðslumorgunn kl. 10

Eintal sálarinnar við sjálfa sig eftir Martin Moller.
Þórunn Sigurðardóttir, rannsóknaprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum,  talar.

Sunnudagaskóli og guðsþjónusta kl. 11

Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari. Elísabet Jónsdóttir flytur hugleiðingu.

Konur í Kvenfélaginu Seltjörn lesa ritningarlestra og bænir.

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Þorsteinn Freyr Sigurðsson syngur einsön. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.

Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann.