Kyrrðarstund

Miðvikudagur 14. apríl 2021

Kyrrðarstund Kl. 12.

Sunnudagurinn 11. apríl

Fræðslulmorgunn kl. 10.

Kirkjur Guðjóns Samúelssonar. Pétur H. Ármannsson, arkítekt, talar. 

Helgistund og sunnudagaskóli kl. 11. 

Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Sigþrúður Erla Arnardóttir syngur. Hrafnhildur B. Sigurðardóttir les ritningarlestra og bænir.  Sunnudagaskólinn verður á neðri hæð kirkjunnar í ákveðnu sóttvarnarhólfi sem tekur 30 manns.

Í kirkjuskipinu eru tvö sóttvarnarhólf sem taka samtals 60 manns. Fólk þarf að skrá sig við innganginn.

Streymt er frá fræðslumorgni og helgistund á fésbókarsíðu Seltjarnarneskirkju. Tæknimaður er Sveinn Bjarki Tómasson.  

Páskadagur – 4. apríl 2021

Hátíðarhelgistund

paskar blomHátíðarhelgistund í streymi á fésbókarsíðu Seltjarnarneskirkju kl. 08.00 árdegis. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Þóra H. Passauer syngur. Sveinn Bjarki Tómasson er tæknimaður. 

Fólk getur hringt í síma 561-1550 frá kl. 07.00 árdegis og tilkynnt sig í helgistundina. Pláss er fyrir 60 manns í tveimur sóttvarnarhólfum sem hvort um sig tekur 30 manns.