Sunnudagurinn 21.júní

Helgistund í Lyfjafræðisafninu í Nesi kl. 11

 

Í tilefni af því að sumarsólstöður eru í dag verður helgistund í sal Lyfjafræðisafnsins í Nesi á Seltjarnarnesi. Athöfnin hefst kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarnesprestakalli þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson mætir með harmónikuna. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar. Lyfjafræðisafnið verður opið eftir athöfn.

Boðið verður upp á akstur kl. 10.45 frá Seltjarnarneskirkju og að Lyfjafræðisafninu og tilbaka.

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní

Guðsþjónusta kl. 11

islenskifaninnGuðsþjónusta með þátttöku félaga í Rótarýklúbbi Seltjarnarness. Guðmundur Snorrason flytur hugleiðingu. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari. Gunnar Kvaran og Elísabet Waage leika á selló og hörpu. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar í anda þjóðhátíðardagsins.

Sunnudagurinn 14. júní

Messa kl. 11

vesturhlidSóknarprestur þjónar

Organisti kirkjunnar leikur á orgelið 

Félagar úr Kammerkórnun syngja

Kaffiveitingar og samfélag eftir messu