Safnaðarferð 23. maí

Hvítasunnudagur 23. maí 2021

Ferð í Skorradal kl. 11:45

Safnaðarferð að Fitjum í Skorradal þar sem helgistund verður haldin í Fitjakirkju.

Hulda Guðmundsdóttir, kirkju- og skógarbóndi, tekur á móti hópnum. Veitingar á staðnum.

Komið við á heimleiðinni í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd þar sem sr. Þráinn Haraldsson tekur á móti hópnum segir frá staðnum.

Ferðin er ókeypis.

Lagt af stað frá Seltjarnarneskirkju kl. 11:45 stundvíslega.

Fólk láti vita um þátttöku í síma 899-6979 í síðasta lagi föstudaginn 21. maí.

Sunnudagurinn 16. maí 2021

Fræðslumorgunn kl. 10

Spanska veikin
Gunnar Þór Bjarnason, sagnfræðingur, talar. 

Guðsþjónusta kl. 11

Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar
Þorgils Hlynur Þorbergsson, guðfræðingur, prédikar. 
Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. 
Salka Rún Sigurðardóttir syngur. 

 Aðalsafnaðarfundur kl. 12.30

Aðalasafnaðarfundur Seltjarnarnessóknar verður haldinn í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju.
Venjulega aðalfundarstörf.