Frá grannaguðsþjónustu 14. apríl

 

Íbúar á Skólabraut, Kirkjubraut, Austurströnd og í Bakkavör tóku þátt í grannaguðsþjónustu. Steinunn Enarsdóttir las bænir. Margrét Albertsdóttir og Erna Kolbeins lásu ritningarlestra. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, og Friðrik Vignir Stefánsson þjónuðu. Ragnheiður Sara Grímsdóttir leiddi almennan safnaðarsöng. Sunnudagaskólinn var á sama tíma í kirkjunn.

Í athafnarinnar kallaði sóknarprestur Björgu Ísaksdóttur, myndlistarkonu,  upp að púltinu og spurði hana út í sýningu hennar sem opnuð var í safnaðarheimili kirkjunnar. Sýningin mun standa yfir til 31. apríl. Íbúar fyrrnefndra gata komu með glæsilegar veitingar með kaffinu. Hlaðborðið var líkast fermingarveislu. Við þökkum kærlega fyrir framlag íbúann

Líf og fjör í barnastarfi Seltjarnarneskirkju

 

Líf og fjör er í starfi fyrir 6-9 ára börn í Seltjarnarneskirkju. Starfið er vikulega seinni partinn á mánudögum undir styrkri stjórn Pálínu Magnúsdóttur, Erlu Þórisdóttur og Kristínar Magnúsdóttur.  

Guðsþjónusta 7. apríl

 

Fermingarbörn síðasta árs komu í kirkju

 

Í guðsþjónustunni 7. apríl komu fermingarbörn er áttu eins árs fermingarafmæli. Hjónin Hjördís Ólafsdóttir og Sigurður Kristjánsson lásu ritningarlestra. Sunnudagaskólinn var á sama tíma í kirkjunni. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónaði, ásamt Friðriki Vigni Stefánssyni, organista. Eygló Rúnarsdóttir leiddi almennan safnaðarsöng. Veitingar voru í boði Björnsbakarís. Við þökkum fyrir glæsilegar veitingar þeirra.