25 ára vígsluafmæli Seltjarnarneskirkju

 

9. febrúar sl. prédikaði biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, við hátíðarmessu í Seltjarnarneskirkju, í tilefni 25 ára vígsluafmælis kirkjunnar. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup þjónaði fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni, prófasti, sr. Bjarna Þór Bjarnasyni og sr. Sigurði Grétari Helgasyni. Kammerkór Seltjarnarneskirkju söng undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar organista. Kristján Jóhannsson söng einsöng.

Á fræðslumorgni fyrr um morguninn fjallaði Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur um Geir biskupi Vídalín, sem hafði aðsetur á Lambastöðum, og samtíma hans. 

Myndir frá 17. nóvember

Sunnudaginn 17. nóvember var haldinn fræðslumorgunn kl. 10. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands flutti erindi er hann nefndi: ,,Gamla testamentið í sögu og samtíð.” Dagur Gamla testamentisins var einmitt haldinn hátíðlegur í Seltjarnarneskirkju þennan dag.

 

Guðsþjónustan hófst kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónaði. Sunnudagaskólinn var á sama tíma í kirkjunni. Barn var borið til skírnar, Sóley Líf Bonner. Andrea Marin Andrésdóttir, sem lék aðalhlutverkið í sjónvarpsþættinum ,,Fólkið í blokkinni” steig fram og tók sóknarprestur hana tali. Andrea er fermingarstúlka og var gerður góður rómur að orðum hennar. Fjórir félagar úr Sinfóníuhljómsveit áhugamanna léku í athöfninni. Organisti var Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkórnum sungu. Tvær fermingarstúlkur lásu ritningarlestra, þær Heba Guðrún Guðmundsdóttir og Berta Sóley Sigtryggsdóttir.

Öllum viðstöddum var boðið upp á veitingar í anda Gamla testamentisins, rúsínukökur, vínber og appelsínur. Í anddyri kirkjunnar voru til sýnis ýmsir munir tengdir Gamla testamentinu og Ísrael. Sú sýning kallaðist á við sýningu Ingibjargar Hjartardóttur í anddyrinu á glerlistaverkum sem hetir ,,Friður,” en það hugtak er einmitt komið úr Gamla testamentinu og hetir á hebresku ,,Shalom.”