Sr. Bjarni Þór valinn á Seltjarnarnesi

Valnefnd Seltjarnarnesprestakalls ákvað á fundi sínum þann 13. september síðastliðinn að leggja til við biskup Íslands að sr. Bjarni Þór Bjarnason verði skipaður sóknarprestur við kirkjuna. Frestur til að sækja um embættið rann út þann 13. ágúst s.l.  og voru umsækjendur fjórir. Embættið veitist frá 1. október 2012.
Biskup skipar þann umsækjanda í embættið sem valnefnd hefur náð samstöðu um, enda telji hann niðurstöðu valnefndar reista á lögmætum sjónarmiðum.
Tekið af www.kirkjan.is þann17/9 2012 . höf. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir