Græn messa og verðlaunaafhending


Um 180 manns sóttu kaffihúsaguðsþjónustu sem haldin var 20. nóvember í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Fermingarbörn tóku á móti kirkjugestum og vísuðu þeim til sætis, lásu ritningarlestra og bænir. Fermingarbörnin seldu svo skúffukökur og rjóma til að safna peningum fyrir innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar. Alls söfnuðust tæplega 64 þúsund krónur. Fermingarbörn, starfsfólk Seltjarnarneskirkju og Hjálparstarf kirkjunnar þakka fyrir ykkar framlag og góða stund sem við áttum saman í kikjunni okkar.
Að kvöldi sumardagsins fyrsta var efnt til dagskrár um Bertel Thorvaldsen í Seltjarnarneskirkju á listahátíð kirkjunnar.
Ólafur Egilsson flutti ávarp í upphafi og stjórnaði dagskránni. Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur, flutti erindi um Albert Thorvaldsen og trúarleg myndverk hans. Áshildur Haraldsdóttir, þverflautuleikari og Kristinn Árnason, gítarleikari léku tónlist er tengist Thorvaldsen. Friðrik Vignir Stefánsson, organisti, og Guðrún Helga Stefánsdóttir, sópran, fluttu nokkrar antikaríur. Dagskráin var vel sótt.