Miðvikudagur 7. desember

Jólatónleikar Kammerkórs Seltjarnarneskirkju

kirkja nordurljosHinir árlegu jólatónleikar Kammerkórs Seltjarnarneskirkju verða haldnir miðvikudaginn 7. desember kl. 20.

Á dagskrá verða jólalög úr ýmsum áttum, íslensk jafnt sem erlend.

Einsöngvarar og hljóðfæraleikarar úr röðum kórfélaga munu einnig stíga á stokk með sóló, dúetta, tríó og kvartetta.

Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson.

Verð kr. 2000.