Sálmar eftir Kristján Val Ingólfsson

Þú mikill ert!
Ó, Drottinn Guð, ég lofa dásemd þína
How great thou art!
 
 
Þú mikill ert er sálmur byggður á sænskum sálmi eftir sálmaskáldið og trúboðann Carl Gustav Boberg (1859-1940)  När tryckt av synd och skuld jag faller neder,sem hann samdi árið 1885. Lagið er sænskt þjóðlag. Þessi sálmur var þýddur og endursaminn af breska trúboðanum Stuart K. Hine  (1899-1989). O Lord my God, when I in awesome wonder, sem oftast er nefndur eftir viðlaginu: How Great thou art.
 
Sálmurinn er þýddur að beiðni séra Bjarna Þórs Þjarnasonar. Þýðingin er tileinkuð Seltjarnarneskirkju í tilefni af 25 ára vígsluafmæli kirkjunnar 18. febrúar 2014 
 
 
Ó, Drottinn Guð, ég lofa dásemd þína
sem dag hvern leggur þú í hendur mér.
Ég þakka lífið, vernd og vegferð mína
og vil í trú og auðmýkt fylgja þér. 
 
Þá syngur Guð minn, sála mín til þín! 
Þú mikill ert! Þú mikill ert!
Þá syngur Guð minn, sála mín til þín! 
Þú mikill ert! Þú mikill ert!
 
Ég horfi yfir það sem hönd þín gefur
og hugsa um það allt sem skapar þú.
Ég heyri þrumur, veit hvar sólin sefur,
og sé hve máttur þinn er nærri nú.
 
Þá syngur Guð minn, sála mín til þín! 
Þú mikill ert! Þú mikill ert!
Þá syngur Guð minn, sála mín til þín! 
Þú mikill ert! Þú mikill ert!
 
Af fjallsbrún horfi yfir fagra dali,
við fuglasöng og hljóðan vængjaslátt,
og lækjarnið  er ljúfur blærinn svali
þar lofar Drottins visku, náð og mátt.
 
Þá syngur Guð minn, sála mín til þín! 
Þú mikill ert! Þú mikill ert!
Þá syngur Guð minn, sála mín til þín! 
Þú mikill ert! Þú mikill ert!
 
Þá man ég hvað Guðs gæska varð að þreyja
er gaf sinn Son, sem byrðar mínar ber,
og synda minna vegna varð að deyja
en vekur mig til lífs á ný með sér.                    
 
Þá syngur Guð minn, sála mín til þín! 
Þú mikill ert! Þú mikill ert!
Þá syngur Guð minn, sála mín til þín! 
Þú mikill ert! Þú mikill ert!
 
Og svo um síðir, þegar Kristur kemur
og kallar mig og segir: Hjá mér vert, 
í auðmýkt lýt ég honum öllu fremur
og elsku hans: Ó, Guð, þú mikill ert!
 
Þá syngur Guð minn, sála mín til þín! 
Þú mikill ert! Þú mikill ert!
Þá syngur Guð minn, sála mín til þín! 
Þú mikill ert! Þú mikill ert!
 
Höf. Kristján Valur Ingólfsson

Ver hljóð  
Be still for the presence of the Lord
 
Sálmurinn Ver hljóð   eftir David J. Evans (f. 1957), bæði ljóð og lag,  er saminn árið 1986. Upphaf hans er tekið úr Davíðssálmum: (DS 37:7) Ver hljóður fyrir Drottni og vona á hann. Sálmurinn er saminn árið 1986, Höfundurinn segist hafa haft í huga frásögnina af Jakob í Betel. (1.Móse.28.16-17). Þá vaknaði Jakob af svefni sínum og mælti: „Sannarlega er Drottinn á þessum stað og ég vissi það ekki.“Og hann varð hræddur og sagði: „Hversu óttalegur er þessi staður. Hér er vissulega Guðs hús og hlið himins.“  Þessi þýðing sálmsins er ekki nákvæm. Miklu frekar mætti segja að sálmurinn sé gerður með hliðsjón af frumtextanum.
 
Sálmurinn er gerður að beiðni séra Bjarna Þórs Bjarnasonar og tileinkaður Seltjarnarneskirkju í tilefni 25 ára vígsluafmælis kirkjunnar 18. febrúar 2014
 
 
Ver hljóð, því að hátign Drottins er
og helgun, nálæg þér.
Heyr! Beyg þitt höfuð nú,
og heiðra Krist í trú.
Í honum er ei synd
en eilíf fyrirmynd.
Ver hljóð því að hátign Drottins er
og helgun, nálæg þér.
 
Ver hljóð, því að dýrðin Drottins er
og dásemd hans hjá þér.
Krists Jesú eilíf ást 
ei mun í burtu mást.
Hvert auga er hann sér
aldrei frá honum fer.
Ver hljóð, því að dýrðin Drottins er
og dásemd hans hjá þér.
 
Ver hljóð, því hans mikli máttur er
og miskunn, hér hjá þér.
Hann læknar, hreinsar þig
hann gefur sjálfan sig,
um megn er ekki neitt:
Áður fékk dauðann deytt!
Ver hljóð, því hans mikli máttur er
og miskunn, hér hjá þér.
 
Höf. Kristján Valur Ingólfsson

 
Heyr, faðir þjóða!
Dear Lord and Father of Mankind
 
Heyr faðir þjóða byggir á sálminum  Dear Lord and Father of Mankind eftir kvekaraskáldið John Greenleaf Whittier,  (1807-1892) en er hluti af mikli lengra kvæði. Nákvæmlega í miðju þessarar íslensku gerðar sálmsins (4.versi) er vísað til þess er Guð gekk fram hjá Elía í hellinum 1. Kon. 19. 11- 12. en það er einnig í frumgerðinni og gefur sálminum öllum skýrt einkenni. Lagið er eftir breska tónskáldið  Sir Charles Hubert Hastings Parry  (1848 - 1918).
 
Þessi sálmur er gerður að beiðni séra Bjarna Þórs Bjarnasonar, og tileinkaður Seltjarnaneskirkju á 25 ára vígsluafmæli kirkjunnar þann 18. febrúar 2014.
 
 
 
Heyr, faðir þjóða, faðir minn,
æ, fyrirgef þú mér.
Lát börn þín heyra boðskap þinn,
og bera ljós þitt út sem inn
/:/og ætíð þjóna þér. /:/
 
Þú Guð sem veitir veröld líf
og verndar sérhvern mann.
Til iðrunar með auðmýkt hríf
ef angist vex og harðnar kíf:
/:/ Við lofum lausnarann. /:/
 
Send anda þinnar eilífðar
til okkar sérhvert sinn
er safnast viljum saman þar
sem sungið lof þitt ávalt var
/:/við friðar faðminn þinn. /:/
 
Í straumi tímans stóðst þú vörð.
Við skruggur elds er skelfur jörð
og skefur stormur mel og börð,
/:/í blíðum blæ ert þú. /:/
 
Ó, legg í heimi helga ró
í hjarta sérhvers manns.
Æ gef þeim líf og frið og fró,
þá fyrir krossinn hans sem dó
/:/í fórn Guðs, frelsarans. /:/
 
Því hvert eitt sinn er höldum við
á Herrans Jesú fund.
Hann krýpur þar við þína hlið
í þögn og kærleik með sinn frið,
/:/sem áttu alla stund. /:/
 
Lát falla yfir bú og byggð
þinn blíða, djúpa frið.
Lát gróa sár og huggast hryggð
í hverjum manni eflast tryggð.
/:/ Gef náð við himins hlið.  /:/                 
 
Höf. Kristján Valur Ingólfsson