Barna og æskulýðsstarf

Í Seltjarnarneskirkju er boðið upp á fjölbreytt starf fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri Þannig er kirkjan vettvangur fyrir spennandi valkost í tómstundastarfi á Seltjarnarnesi þar sem sérstök áhersla er lögð á að skapa grundvöll fyrir þroskandi og heillavænlegt samfélag.

Í gegnum sögur, söngva og leiki læra börnin um kristna trú og góða siði. Við hvetjum foreldra til að fylgjast vel með og örva börn sín til að taka þátt í þessu mikilvæga starfi sem hefur þann tilgang að stuðla að velferð barnanna í bráð og lengd.

sunnudagaskoliÍ sunnudagaskólan koma börn á aldrinum 1 - 8 ára ásamt foreldrum og eiga saman skemmtilega og notalega stund. Sunnudagaskólinn er á sama tíma og Guðsþjónusturnar eða kl. 11 á sunnudagsmorgnum. Börnin eru með í hinni almennu guðsþjónustu í u.þ.b. 10 mín. syngja eitt lag og ganga síðan niður á neðri hæð kirkjunnar þar sem fram fer stund sniðin að þeirra þörfum.

Starf fyrir börn í 1. til 3. bekk er fram á mánudögum kl.16:15-17:15. Þar er í boði fjölbreytt dagsskrá og sem dæmi má nefna, ratleiki, spurningaleiki, leiklist, bingó, óvissufund. Þessar stundir byggjast upp á því að blanda saman fræðslu, helgistundum og sprelli.

Æskulýðsstarf í Seltjarnarneskirkju er annað hvert sunnudagskvöld frá kl. 20:00-21:30. Það verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í vetur þar sem allir geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Tilkynningar

Sunnudagaskólinn og barnastarfið að hefjast 

 Sunnudagaskólinn hefst sunnudaginn 1. september kl. 11 í Seltjarnarneskirkju. Starf fyrir börn 6-12 hefst 3. september kl. 16 á neðri hæð kirkjunnar.

Foreldramorgnar hefjast í byrjun október

Foreldramorgnar hefjast fimmtudaginn 10. október kl. 10 á neðri hæð Seltjarnarneskirkju.

Messa sunnudaginn 1. september kl. 11. 

Sóknarprestur þjónar ásamt organista. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja. Sunnudagaskólinn hefst að loknu sumarleyfi. Sýning á myndum Sigrúnar Sigurðardóttur opnuð í lok messu. Kaffi og með því.

Skráning fermingarbarna 3. september

Skráning fermingarbarna vorsins 2014 verður þriðjudaginn 3. september kl. 16-18 í safnaðarheimili kirkjunnar.