Safnaðarferð 23. maí

Hvítasunnudagur 23. maí 2021

Ferð í Skorradal kl. 11:45

Safnaðarferð að Fitjum í Skorradal þar sem helgistund verður haldin í Fitjakirkju.

Hulda Guðmundsdóttir, kirkju- og skógarbóndi, tekur á móti hópnum. Veitingar á staðnum.

Komið við á heimleiðinni í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd þar sem sr. Þráinn Haraldsson tekur á móti hópnum segir frá staðnum.

Ferðin er ókeypis.

Lagt af stað frá Seltjarnarneskirkju kl. 11:45 stundvíslega.

Fólk láti vita um þátttöku í síma 899-6979 í síðasta lagi föstudaginn 21. maí.