23. apríl

Árangurslaust leitar fólk að friði í heiminum og veraldlegum hlutum þótt reynslan sýni að þar er engan raunverulegan frið og fullnægju að finna.
Ástand þess minnir á drenginn sem átti að afhýða lauk og fjarlægði lag eftir lag af lauknum sjálfum í von um að finna eitthvað fast innst inni, líkt og hægt er að nálgast það sem er inni í öskju ef maður tekur af henni lokið. En það er árangurslaust og til einskis að gera sér slíkar vonir. Allt sem er heimsins er því hégómi uns maðurinn finnur uppsprettulind sannleikans og friðarins.
(S.S. Singh)

(Heimild: Við fótskör meistarans)