7. apríl

Guð er kærleikur, og í öllum sköpuðum verum, sérstaklega mönnunum, hefur hann skapað rót kærleikans.
Og því verður hann, sem er kærleikurinn, að fá þann kærleika sem tilheyrir honum, og mennirnir verða að elska hann sem skapaði hjarta og sál og huga, verða að elska hann af öllu hjarta sínu og sálu sinni og huga sínum, og elska einnig, hans vegna, það sem hann hefur skapað. (S.S. Singh)

(Heimild: Við fótskör meistarans)