28. desember

Birt í Orð til umhugsunar

Stór viti við strönd lands okkar varpar skærri birtu út á sjóinn og vísar skipum veg í myrkri og stormi.
Ljósið er eins sterkt og 80 þúsund kerti. Það undarlega er að ljósgjafinn getur verið olíulampi. Hann er umluktur þykku, slípuðu gleri sem er í laginu eins og hólkur. Í honum magnast ljósið svo að það nær langt á haf út.
Kristið fólk er eins og lítið logandi ljós. Líf þess á að vera eins og viti sem bendir á leiðina til Jesú og til himins. Það er mikið hlutverk, sem honum er falið.

(Heimild: Máttarorð)