27. desember

Birt í Orð til umhugsunar

Evangeline Booth, eiginkona Williams Booth, stofnanda Hjálpræðishersins, segir frá því að eitt sinn hafi horft til ófriðar á milli Argentínu og Síle.
Svo virtist sem draga myndi til tíðinda. En þá var fagnaðarerindi friðarins boðað í báðum löndum og vakning braust út. Breytingin var gífurleg. Hernaðaráætlunum var breytt í friðaráætlanir. Vopnin voru kvödd. Herskip seld eða þeim beytt í farskip. Fallbyssur voru bræddar og úr þeim steypt eirstytta af Kristi. Var farið með hana upp í reginfjöll, alla leið upp í Andesfjöll milli landanna tveggja, í um það bil 4000 metra hæð.

(Heimild: Máttarorð)