25. desember

Birt í Orð til umhugsunar

Af óskiljanlegum kærleika, sem ritningin kallar náð, kom Kristur í þennan heim, og er enn í dag um allan heim að ,,auðga” alla lærisveina sína, efla gleði þeirra, trúartraust og siðferðisþrótt.
Það er undarlegt, eins og svo margt í tilverunni, að börnin eiga oft miklu hægara með en fullorðna fólkið að verða vör við þetta. Þau eiga meira traust, meiri vísvitandi bænarlund en margir fullorðnir. Því sagði Kristur: ,,Nema þér verðið eins og börn munuð þér alls ekki koma í guðríki.” ,,Eins og börn”, emð einlægri þrá eftir samfélagi við lifandi Drottin – þá koma jól. (Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason)

(Heimild: Jólakveðja til íslenskra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum, 1934)