11. desember

Birt í Orð til umhugsunar

Frá ljósanna hásal er til dæmis latneski sálmurinn Adeste fideles. Í Cincinnati, þar sem ég ólst upp, var margt fólk af þýskum uppruna.
Þar heyrði ég oft gömlu, þýsku jólasálmana, eins og Stille Nacht, sem við þekkjum sem Heims um ból og fleiri sálma. Það skiptir engu hvort upprunalegi textinn var á latínu, þýsku eða ensku, því minningarnar sem lögin og textarnir vekja upp hjálpa okkur að varðveita gleði, ferskleika, rómantík og dýrð lífsins. Þeir flytja með sér anda Jesú Krists og það vekur upp djúpar tilfinningar og lífslöngun. (Norman Vincent Peale)
(Heimild: Fjársjóður jólanna)