12. desember

Birt í Orð til umhugsunar

Það var í kreppunni sem ég hitti kunningja minn, kaupsýslumann, sem hafði þurft að ganga í gegnum erfiða reynslu.
,,Gleðileg jól,” sagði ég við hann. ,,Heyrðu, Norman,” sagði hann við mig, ,,yfir hverju ætti maður svo sem að gleðjast?”
,,Jack minn,” sagði ég, ,,Guð lifir og þjóðin kemst upp úr þessari kreppu. Svo eru nú jól.”
Nokkrum dögum síðar var ég staddur í verslun Wanamakers, þegar hið mikilfenglega orgel og kór hófu að flytja ,,Frá ljósanna hásal” úr hinum breiðu tröppum verslunarinnar og alla leið upp á svalir í hinu stóra húsi. Nokkur þúsund manns voru viðstaddir eitt stórkostlega augnablik, sem ég man eftir. Allt í einu sá ég Jack vin minn. Ásýnd hans var lotningarfull. Hann söng af ákafa. Á eftir rakst ég á hann við dyrnar. Hann hafði tárast. Allt og sumt sem hann hafði að segja var: ,,Að sjálfsögðu vinnum við okkur í gegnum vandamálin. Framtíðin er bjartari.” Hann vinkaði mér um leið og hann hvarf inn í mannhafið. Jólin höfðu gefið Jack tækifæri til nýs og betra lífs. (Norman Vincent Peale)
(Heimild: Fjársjóður jólanna)