Kærleikur í verki

gjof2012

19. desember síðastliðinn komu þær Júlíana Björk Garðarsdóttir og Hildur Gunnarsdóttir er starfa í útibúi Íslandsbanka á Eiðistorgi í Seltjarnarneskirkju færandi hendi. Þær afhentu Guðmundi Einarssyni, formanni sóknarnefndar eitt hundrað þúsund krónur sem starfsfólk útibúsins hafði safnað fyrir fátæka og þurfandi á Seltjarnarnesi. Þessir peningar komu í góðar þarfir og var veitt til þeirra sem áttu erfitt fjárhagslega fyrir jólin.

Við þökkum starfsfólkinu fyrir einstakan hlýhug og kærleika í garð þeirra sem minna mega sín. Slík hugsun er svo sannarlega í anda Jesú Krists að hjálpa sínum minnsta bróður og systur.

Kirkjuhlaup Trimmklúbbs Seltjarnarness.

Kirkjuhlaup Trimmklúbbs Seltjarnarness.
Fólkið safnaðist saman í Seltjarnarneskirkju skömmu fyrir kl. tíu í gærmorgun. Kl. tíu var sr. Bjarni Þór og Friðrik organisti með helgistund með hópnum. Kl. 10.15 lagði hópurinn af stað og hljóp á milli 12 kirkna, rúmlega 14 km. langa leið. Hlauparar komu svo tilbaka um half tólf. Þá beið rjúkandi heitt súkkulaði eftir þeim á neðri hæð kirkjunnar og smákökur.
jolaskokk2
Fólk safnaðist saman annan í jólum í Seltjarnarneskirkju skömmu fyrir kl. tíu að morgni. Kl. tíu var sr. Bjarni Þór og Friðrik organisti með helgistund með hópnum. Kl. 10.15 lagði hópurinn af stað og hljóp á milli 12 kirkna, rúmlega 14 km. langa leið. Hlauparar komu svo tilbaka um half tólf. Þá beið rjúkandi heitt súkkulaði eftir þeim á neðri hæð kirkjunnar og smákökur.
jolaskokk1

Myndir frá fjölskyldustund

4. sunnudag í aðventu var fjölskyldustund þar sem Selkórinn söng undir stjórn Jóns Karls Einarssonar. Geir Ólafs tók lög af nýútkominni barnaplötu sinni og svo kom Hurðaskellir og gaf öllum börnum pakka.
Leiðtogar sunnudagaskólans, sóknarprestur og organisti kirkjunnar leiddu athöfnina. Boðið var síðan uppá léttar veitingar að athöfn lokinni.