Aðventuljóð

ragnar_ingi

Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku flutti ljóð sitt  "Aðventuljóð" í Guðsþjónustu 11.desember síðastliðinn  við góðan róm kirkjugesta.

Þökkum Ragnari Inga kærlega fyrir.


 

AÐVENTULJÓÐ
Eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson frá Vaðbrekku

Í myrkrinu aðventuljósin loga
sem lýsandi bæn um grið.
Þessi veröld er full af skammdegisskuggum,
það skortir á gleði og frið.
Það er margt sem vakir í vitund okkar
sem við höfum þráð og misst.
Þá er sálinni styrkur og hjartanu huggun
að hugsa um Jesú Krist.

Aðventukvöld

Aðventukvöldið var haldið fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvember og var óhemju vel sótt, en um 325 gestir voru í kirkjunni.

Græn messa og verðlaunaafhending

duftker
Árrisulir Seltirningar og aðrir góðir gestir nutu morgunsins í Seltjarnarneskirkju, sunnudaginn 27. nóvember. Seltjarnarneskirkja er nú græn kirkja og var yfirlýsing því til staðfestingar undirrituð að viðstöddum kirkjugestum.
duftkermessaAlþjóðlegt ár skóga 2011 var fyrirferðarmikið í ljóðum og hugvekju athafnarinnar og einnig voru afhentar viðurkenningar og verðlaun í samkeppninni “Af jörðu”. Samkeppnin snérist um tillögur að duftkerjum úr íslenskum við og dómnefnd átti úr vöndu að ráða því 28 tillögur bárust. Duftkerin eru öll til sýnis í Seltjarnarneskirkju fram til 11. desember og veltu kirkjugestir fyrir sér listaverkunum. Kór MR söng við athöfnina, sunnudagaskólabörnin einnig og kveikt var á fyrsta aðventukertinu, spádómskertinu.