Laugardagurinn 11. desember

Aðventuferð í Fjóshelli við Ægissíðu kl. 15

Farið verður kl. 15 frá Seltjarnarneskirkju að bænum Ægissíðu við Hellu. Efnt verður til aðventustundar í Fjóshelli sem er elsti samkomustaður kristins fólks á Íslandi frá 8. öld. Karl Sigurbjörnsson biskup kemur með í ferðina og verður með hugleiðingu í hellinum. Söngur við kertaljós. Fólk er beðið að taka með sér klappstól eða garðstól sem hægt er að fella saman. Fólk er líka beðið að klæða sig vel. Eftir stundina í Fjóshelli verður farið í safnaðarheimilið á Hellu og boðið verður upp á grjónagraut. Að því loknu verður haldið af stað í bæinn og komið tilbaka á bilinu kl. 20 til 20.30.

Ferðin kostar kr. 6 þúsund fyrir manninn. Inni í því verði er rúta, gjald fyrir hellinn og matur.

Þeir sem hafa áhuga þurfa að skrá sig fyrirfram í síma 899-6979 í síðasta lagi fyrir hádegi föstudaginn 10. desember.

Sunnudagurinn 5. desember

Fræðslumorgunn kl. 10

Að láta ljós þitt skína
Arnar Þór Jónsson, lögmaður, talar. 

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar.

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. 

Félagar úr Kammerkórnum syngja.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

4. Desember kl. 18:00

AÐVENTUKVÖLD

Fyrsta laugardag í aðventu 4. desember kl. 18:00

adventa01

Dagskrá

Ávarp: Guðmundur Einarsson form. sóknarn.
 
Jólahugvekja: Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður
 
Barnakór Seltjarnarneskirkju
Stjórnendur: María Konráðsdó8r og Þorsteinn Freyr Sigurðsson

Kammerkór Seltjarnarneskirkju
Stjórnandi: Friðrik Vignir Stefánsson
 
Almennur söngur
Orgel- og píanóleikur: Friðrik Vignir Stefánsson
 
Bæn: Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur
 
Boðið er upp á veitingar í safnaðarsalnum eftir dagskrána í kirkjunni.