KYRRÐARSTUNDIR Í HÁDEGINU Á MIÐVIKUDÖGUM

Það er fátt dýrmætara en að eiga kyrrláta stund.

Seltjarnarneskirkja býður upp á kyrrðarstund í hádeginu á miðvikudögum. Hún er ætluð fólki, sem vill í önnum dagsins taka sér hvíldar- og hugleiðslustund um hádegið og fylgja henni eftir með dálitlum snarbít.

Klukkan 12 á hádegi hefst stutt helgistund í kirkjunni. Leikið er á orgel, sunginn sálmur og lesinn stuttur texti úr heilagri ritningu.  Honum fylgja útleggingarorð. Síðan neyta þau heilags sakramentis, sem það vilja og í lokin er fyrirbænastund.

Kyrrðarstundin tekur um 20 – 25 mín.

Að henni lokinni er léttur málsverður í safnaðarheimilinu. Frjáls framlög vel þegin, yfirleitt kr. 500 fyrir máltíðina. Takið ykkur út úr amstri hversdagsins og njótið kyrrðar með íhugun og bæn.

Vertu með okkur