Viðburðir hjá eldri borgurum

 • Sunnudagurinn 30. júní 2024

  Sunnudagurinn 30. júní 2024

  Fræðslumorgunn kl. 10 „Endalok geirfuglsins, grafreitirnir á Nýfundnalandi og Íslandi.“ Gísli Pálsson, prófessor emeritus, talar. Guðsþjónusta kl. 11 Sóknarprestur þjónar. Hrafnkell Karlsson er organisti. Eygló Rúnarsdóttir er forsöngvari. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu

 • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á þjóðmálafundi

  Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á þjóðmálafundi

  Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar verður gestur okkar í kirkjunni á miðvikudaginn 26. júní. Fundurinn hefst kl. 9:00 og er öllum opinn. Morgunhressing í boði.

 • Sunnudagurinn 23. júní 2024

  Sunnudagurinn 23. júní 2024

  Fræðslumorgunn kl. 10 í sal Lyfjafræðisafnsins Safnatröð 3 á Seltjarnarnesi, bak við Nesstofu. Söguleg nálægð við Nes. Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur, talar. Helgistund kl. 11 í sal Lyfjafræðisafnsins.  Sóknarprestur þjónar. Hljómsveitin Sóló leikur og syngur. Ástvaldur Traustason mætir með harmónikkuna. Ólöf Ingólfsdóttir leiðir almennan safnaðarsöng. Pylsuveisla eftir athöfn.