MESSUHÓPAR

IMG 4501

Messuhópar, safnaðarþjónar eru verkefni sem við ætlum að fara af stað með í haust. Við leitum til fólks til þess að aðstoða við helgihaldið á sunnudögum. Í stað þess að messan sé borin uppi af presti, kirkjuverði, organista og kór, þá er hópur fólks fenginn til verksins. Bindingin er ekki mikil en messan fer kannski að tala á annan hátt til þín en hún hefur gert fram til þessa. Þú leggur þitt af mörkum við að gera hana meira lifandi.

Von okkar er að þrír hópar fari af stað í haust, þ.e. bænahópur, lestur inn og útgöngubænar, ritningarlestrarhópur, aðstoð við lestur textanna í guðsþjónustunni og undirbúningshópur fyrir hverja messu.

Ef þú vilt verða messuþjónn, hafðu þá samband við starfsfólk kirkjunnar í síma, 5611550.