Sunnudagurinn 18. desember

Fræðslumorgunn kl. 10

Bókin um Nesstofu við Seltjörn – saga hússins, endurreisn og byggingarlist. 

Þórsteinn Gunnarsson, arkítekt, rithöfundur og leikari, talar.


Messa og sunnudagaskóli kl. 11

Sóknarprestur þjónar.

Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. 

Selkórinn syngur.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athfön í safnaðarheimilinu. 


Enskir jólasöngvar kl. 13

Ensku jólasöngvarnir eru viðburður sem heitir á ensku: ,,Festival of Nine Lessons with Carols.“ 

Lesnir eru til skiptis textar sem tilheyra aðventu og jólum og sungnir enskir jólasálmar (Carols). 

Meðal lesara er frú Eliza Reid, forsetafrú og frú Carrin F. Patman, sendiherra Bandaríkjanna. 

Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. 

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. 

Kaffiveitingar í safnaðarheimili í boði sendiherra Bandaríkjanna.

Sunnudagurinn 11. desember

Fræðslumorgunn kl. 10

Sr. Jón Steingrímsson og móðuharðindin.

Jón Kristinnn Einarsson, sagnfræðingur, talar.


Þakkargjörðarguðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

adventa3kertiSóknarprestur þjónar.

Organisti kirkjunnar leikur á orgelið.

Þriðja kerti aðventukransins tendrað.

Anton Sigurðsson, pípulagningarmeistari, segir frá borholu 17 á Nesinu.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, spjallar um hitaveitumál.

Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

Miðvikudagur 7. desember

Jólatónleikar Kammerkórs Seltjarnarneskirkju

kirkja nordurljosHinir árlegu jólatónleikar Kammerkórs Seltjarnarneskirkju verða haldnir miðvikudaginn 7. desember kl. 20.

Á dagskrá verða jólalög úr ýmsum áttum, íslensk jafnt sem erlend.

Einsöngvarar og hljóðfæraleikarar úr röðum kórfélaga munu einnig stíga á stokk með sóló, dúetta, tríó og kvartetta.

Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson.

Verð kr. 2000.