Seltjarnarneskirkja

Seltjarnarnessókn varð formlega til árið 1986 en kirkjan sjálf, sem stendur við Kirkjubraut, var vígð þann 19. febrúar 1989. 

Seltjarnarneskirkja er mikil bæjarprýði og skipar stóran sess í menningar- og mannlífi á Seltjarnarnesi. Það voru þeir feðgar, Hörður Björnsson og Hörður Harðarson sem teiknuðu kirkjuna og lóðina gáfu systkinin frá Pálsbæ. Þak Seltjarnarneskirkju er mjög svo áberandi og sést kirkjan langt að. Þakið er þrístrent og hvílir á steyptum skífum. Lögun þaksins dregur dám af hinni fögru fjallasýn frá Valhúsahæð þar sem kirkjan stendur. Þríhyrningur vísar til þrenningarinnar.

Seltjarnarneskirkja

Kirkjubraut 2, 170 Seltjarnarnesi
Sími: 561-1550
Senda fyrirspurn á kirkjuvörð Senda fyrirspurn á sóknarprest