Í tilefni af samkomubanni vegna Covid 19

Allt formlegt starf Seltjarnarneskirkju fellur niður: Messur, sunnudagaskóli, æskulýðsstarf, kóræfingar og annað safnaðarstarf fellur niður fram yfir páska.

Meðan á samkomubanninu stendur verður streymi á Facebook Seltjarnarneskirkju frá  helgistund á sunnudögum kl.13 og frá bænastund á miðvikudögum kl. 12. Sunnudagaskólinn setur einnig inn nýtt efni á hverjum sunnudegi.

Kirkjuklukknum er hringt kl. 12  í þrjár mínútur alla dag  samkvæmt ósk biskups Íslands. Bænastundir verða alla daga kl. 12 í Seltjarnarneskirkju meðan á samkomubanninu stendur. Við biðjum fyrir landi og þjóð á tímum veirunnar.  Fólk getur komið bænaefnum til sóknarprests í síma 899-6979.

Samtals og sálgæslusími Seltjarnarneskirkju

Opin lína hjá sóknarpresti kirkjunnar 899-6979, hvort sem fólk vill ræða daginn og veginn eða vanlíðan og áhyggjur.

Kyrrðarstundir byrja aftur

baenastandurFyrsta kyrrðarstundin í Seltjarnarneskirkju að loknu sumarleyfi verður miðvikudaginn 7. september kl. 12. Léttur málsverður eftir stundina. Kyrrðarstundir verða framvegis á miðvikudögum kl. 12 fram í júní á næsta ári.

Kyrrðarstundir í hádeginu á miðvikudögum

baenastandur

Það er fátt dýrmætarar en að geta átt kyrrláta stund.  Seltjarnarneskirkja býður upp á kyrrðasrstundir í hádeginu á miðvikudögum. Hún er ætluð fólki, sem vill í önnum dagsins taka sér hvíldar og hugleiðslustund um hádegið og fylgja henni eftir með dálitlum snarbít.

Þetta gengur þannig fyrir sig: Kl. 12 á hádegi hefst stutt helgistund í kirkjunni. Leikið er á orgel, sunginn sálmur, lesin stuttur texti úr heilagri ritningu og fylgja honum örfá útleggingarorð. Síðan neyta þau heilags sakramentis sem það vilja og í lokin er fyrirbænarstund. Þessi stund tekur um 20 - 25 mín.

Að henni lokinni er léttur málsverður í safnaðarheimilinu. Slík máltíð kostar 500 kr. Takið ykkur út úr amstri hversdagsins og njótið kyrrðar með íhugun og bæn.

Fyrirbænarefnum er hægt að koma til prests á viðtalstíma eða með tölvupósti.