Fermingarstarfið hefst

Fermingarstarfið hefst laugardaginn 25. ágúst

fermingar faetur

Fermingarstarfið meðal þeirra unglinga sem ætla að fermast í Seltjarnarneskirkju vorið 2019 hefst laugardaginn 25. ágúst kl. 11 og stendur yfir til klukkan 14. Unglingarnir fá pizzu og drykk í hádeginu. Kennslan fer fram í þremur kennslustundum ásamt verkefnavinnu. þeir unglingar sem hafa ekki enn skráð sig geta komið og verið með og skráð sig í leiðinni.


Fermingardagar vorsins 2019:

  • Pálmasunnudagur 14. apríl kl. 13
  • Sumardagurinn fyrsti 26. apríl kl. 11.

Fermingarfræðslutímar

Fermingarfræðsla veturinn 2016-2017

Skráning vegna fermingarfræðslu 2016-2017 verður miðvikudaginn 14. september kl. 16-18 í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Kennsla hefst viku síðar.

Fermingardagarnir vorið 2017 eru eftirfarandi: 

Pálmasunnudagur, 9. apríl kl. 13. 

Sumardagurinn fyrsti, 20. apríl kl. 11. 

Sunnudagurinn 23. apríl kl. 13.