Foreldramorgnar eru byrjaðir

foreldramorgnar litur2Foreldramorgnar eru á fimmtudögum frá kl. 10 til 12 á neðri hæð kirkjunnar.

Allir foreldrar velkomnir með börnin sín til að hittast og spjalla við aðra foreldra, fræðast og leyfa litlu krílunum að leika sér saman í kærleiksríku umhverfi.

Sérstakir viðburðir eins og fyrirlestrar verða auglýstir sérstaklega. 

Kaffi og spjall og fróðleikur.

Sunnudagurinn 10. nóvember

Fræðslumorgunn kl. 10

30 ár frá falli Berlínarmúrsins

Marie Luise von Halem, fyrrverandi þingkona í Brandenburg talar á íslensku


Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson þjónar

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti

Sveinn Bjarki og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann

Félagar úr Kammerkórnum syngja

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu

Sunnudagurinn 3. nóvember

 Fræðslumorgunn kl. 10

,,Þú hefur gengið of langt.“ – Frásaga af Jakobsvegi

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs, talar


Menningarmessa og sunnudagaskóli kl. 11

seltjakirkja blaSr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar.

Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Hann sjórnar Söngfjélaginu sem syngur í messunni.

Björg Þórhallsdóttir syngur einsöng.

Guðný Guðmundsdóttir leikur á fiðlu.

Sveinn Bjarki og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann.

Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarnefndar Seltjarnarness, flytur ávarp.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

Sunnudagurinn 27. október

Fræðslumorgunn kl. 10

Viðhorf til málræktar og málstefnu fyrr og nú

Ari Páll Kristinsson, rannsóknaprófessor,  talar


Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sóknarprestur þjónar fyrir altari

Kristján Hrannar Pálsson er organisti

Sveinn Bjarki og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann

Félagar úr Kammerkórnum syngja

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu