Stund fyrir eldri bæjarbúa

Þriðjudaginn 27. febrúar kl. 12.30 verður kótelettuveisla með öllu tilheyrandi í  safnaðarheimilinu. 

Verð krónur 4.000 á mann, sem greiðist við skráningu.

Sunnudagurinn 25. febrúar 2024

Fræðslumorgunn kl. 10.

Ný könnun um þjóðtrú Íslendinga og reynslu þeirra af yfirnáttúrulegum fyrirbærum. Terry Adrian Gunnell, prófessor emeritus, talar.

Guðsþjónusta kl. 11 á konudegi.

Sóknarprestur þjónar. Svana Helen Björnsdóttir, verkfræðingur, prédikar. Félagskonur í Kvenfélaginu Seltjörn taka þátt og sjá um ritningarlestra og veitingar. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið.

Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

Sunnudagurinn 18. febrúar 2024 í Seltjarnarneskirkju

Fræðslumorgunn kl. 10

Friðarhugtakið í Nýja testamentinu.  Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor, talar.

Messa kl. 11

Sóknarprestur þjónar.  Organisti kirkjunnar leikur á orgelið.  Félagar úr Kammerkórnum syngja.

Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

 

Helgistund á Seltjörn kl. 14

Æskulýðsfundur kl. 20 í kirkjunni.

 

Á miðvikudögum eru foreldramorgnar kl. 10-12, morgunkaffi kl. 9-11 og kyrrðarstund kl. 12. Létt máltíð.