Leshópur

luterLeshópur um eitt af höfuðritum dr. Marteins Lúthers: Um frelsi kristins manns. 
Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur emeritus, leiðir hópinn mánudaga í nóvember, 5., 12., 19. og 26. Kl. 20-21.30.
Veitingar fram bornar.  Fók skrái sig til þátttöku hjá sóknarpresti í síma 899-6979.

Kvennfélagið Seltjörn

Kvenfélagið Seltjörn hefur starfað í 45 ár. Kvenfélagið heldur fundi þriðja þriðjudag í mánuði kl. 20 á neðri hæð Seltjarnarneskirkju. Allar konur eru velkomnar á fundi félagsins.

 

Kvenfélagið Seltjörn hefur stutt starf Seltjarnarneskirkju með ráðum og dáð. Kvenfélagskonur hafa gefið kirkjunni fermingarkyrtla, útbúnað í eldhúsið, m.a. uppþvottavél, glerlistaverk eftir Ingunni Benediktsdóttur, eina af kirkjuklukkunum, nokkrar pípur í orgelið og flygilinn ásamt fleiri félögum á Nesinu.