Vinasöfnuður Seltjarnarnessóknar

saudarkrokur

Söfnuður Sauðárkrókssóknar er vinasöfnuður safnaðar Seltjarnarnessóknar. Stofnað var formlega til þessa vinasambands 21. apríl 2013 í Sauðárkrókskirkju. Fermingarbörn safnaðanna hittust haustið 2013 í Skagafirði og aftur haustið 2014. 

Sóknarprestur Sauðkrækinga, sr. Sigríður Gunnarsdóttir prédikaði í útvarpsguðsþjónustu í Seltjarnarneskirkju í október 2013.

11. maí 2014 heimsóttu Sauðkrækingar Seltjarnarneskirkju, en þá var Skagfirðingamessa í kirkjunni kl. 11 með þátttöku kirkjukórsins á Sauðarárkróki og sóknarprests þeirra. Kirkjukór Sauðárkrókskirkju hélt fjölmenna tónleika  í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 11. maí kl. 13.

Í tilefni af 40 ára afmæli Seltjarnarnesbæjar og heimsóknar Skagfirðinga hingað á Nesið var efnt til fjölskylduskemmtunar í Félagsheimili Seltjarnarness 11. maí 2014 kl. 16-18. Geirmundur Valtýsson og félagar léku  og sungu á þeirri skemmtun.

Dagana 9.-10. maí 2015 munu Seltirningar heimsækja Sauðkrækinga og taka þátt í messu sunnudagsins 10. maí í Sauðárkrókskirkju.

Heimasíða Sauðárkrókskirkju:  http://kirkjan.is/saudarkrokskirkja/