Í tilefni af samkomubanni vegna Covid 19

Allt formlegt starf Seltjarnarneskirkju fellur niður: Messur, sunnudagaskóli, æskulýðsstarf, kóræfingar og annað safnaðarstarf fellur niður fram yfir páska.

Meðan á samkomubanninu stendur verður streymi á Facebook Seltjarnarneskirkju frá  helgistund á sunnudögum kl.13 og frá bænastund á miðvikudögum kl. 12. Sunnudagaskólinn setur einnig inn nýtt efni á hverjum sunnudegi.

Kirkjuklukknum er hringt kl. 12  í þrjár mínútur alla dag  samkvæmt ósk biskups Íslands. Bænastundir verða alla daga kl. 12 í Seltjarnarneskirkju meðan á samkomubanninu stendur. Við biðjum fyrir landi og þjóð á tímum veirunnar.  Fólk getur komið bænaefnum til sóknarprests í síma 899-6979.

Samtals og sálgæslusími Seltjarnarneskirkju

Opin lína hjá sóknarpresti kirkjunnar 899-6979, hvort sem fólk vill ræða daginn og veginn eða vanlíðan og áhyggjur.

Vinasöfnuður Seltjarnarnessóknar

saudarkrokur

Söfnuður Sauðárkrókssóknar er vinasöfnuður safnaðar Seltjarnarnessóknar. Stofnað var formlega til þessa vinasambands 21. apríl 2013 í Sauðárkrókskirkju. Fermingarbörn safnaðanna hittust haustið 2013 í Skagafirði og aftur haustið 2014. 

Sóknarprestur Sauðkrækinga, sr. Sigríður Gunnarsdóttir prédikaði í útvarpsguðsþjónustu í Seltjarnarneskirkju í október 2013.

11. maí 2014 heimsóttu Sauðkrækingar Seltjarnarneskirkju, en þá var Skagfirðingamessa í kirkjunni kl. 11 með þátttöku kirkjukórsins á Sauðarárkróki og sóknarprests þeirra. Kirkjukór Sauðárkrókskirkju hélt fjölmenna tónleika  í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 11. maí kl. 13.

Í tilefni af 40 ára afmæli Seltjarnarnesbæjar og heimsóknar Skagfirðinga hingað á Nesið var efnt til fjölskylduskemmtunar í Félagsheimili Seltjarnarness 11. maí 2014 kl. 16-18. Geirmundur Valtýsson og félagar léku  og sungu á þeirri skemmtun.

Dagana 9.-10. maí 2015 munu Seltirningar heimsækja Sauðkrækinga og taka þátt í messu sunnudagsins 10. maí í Sauðárkrókskirkju.

Heimasíða Sauðárkrókskirkju:  http://kirkjan.is/saudarkrokskirkja/