Barna og æskulýðsstarf

Í Seltjarnarneskirkju er boðið upp á fjölbreytt starf fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri Þannig er kirkjan vettvangur fyrir spennandi valkost í tómstundastarfi á Seltjarnarnesi þar sem sérstök áhersla er lögð á að skapa grundvöll fyrir þroskandi og heillavænlegt samfélag.

Í gegnum sögur, söngva og leiki læra börnin um kristna trú og góða siði. Við hvetjum foreldra til að fylgjast vel með og örva börn sín til að taka þátt í þessu mikilvæga starfi sem hefur þann tilgang að stuðla að velferð barnanna í bráð og lengd.

sunnudagaskoliÍ sunnudagaskólan koma börn á aldrinum 1 - 8 ára ásamt foreldrum og eiga saman skemmtilega og notalega stund. Sunnudagaskólinn er á sama tíma og Guðsþjónusturnar eða kl. 11 á sunnudagsmorgnum. Börnin eru með í hinni almennu guðsþjónustu í u.þ.b. 10 mín. syngja eitt lag og ganga síðan niður á neðri hæð kirkjunnar þar sem fram fer stund sniðin að þeirra þörfum.

6 - 12 ára starf er fram á miðvikudögum kl.16:15-17:15. Þar er í boði fjölbreytt dagsskrá og sem dæmi má nefna, ratleiki, spurningaleiki, leiklist, bingó, óvissufund, löggudag. Þessar stundir byggjast upp á því að blanda saman fræðslu, helgistundum og sprelli.

Æskulýðsstarf í Seltjarnarneskirkju er annað hvert sunnudagskvöld frá kl. 20:00-21:30. Það verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í vetur þar sem allir geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

6-12 ára haustið 2017

Barnastarf Seltjarnarneskirkju

Fyrir alla krakka 6-12 ára, miðvikudaga kl.16:15-17:15
Haust 2017
6. sept.        Kynning
13. spet.      Leikjadagur
20. sept.      Grímugerð
27. sept.      Sögustund 
4. okt.          Spurningakeppni
11. okt.        Útileikir
18. okt.        Vetrarfrí
25 .okt.        Bíó og popp
1 .nóv.         Bíó framhald
8. nóv.         Íþróttadagur
15. nóv.       Myndasögugerð
22. nóv.      Matarboð (allir koma með eitthvað)
29. nóv.       Leikleikni
6. des.         Jólaföndur
13. des.       Jólastund
 
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest
Starfsfólk Seltjarnarneskirkju 
 
 

Æskulýðsstarf 2017


 

 

 Dagskrá auglýst síðar

Æskulýðsstarf Seltjarnarneskirkju
Sunnudagskvöld kl:20:00-21:30