Í tilefni af samkomubanni vegna Covid 19

Allt formlegt starf Seltjarnarneskirkju fellur niður: Messur, sunnudagaskóli, æskulýðsstarf, kóræfingar og annað safnaðarstarf fellur niður fram yfir páska.

Meðan á samkomubanninu stendur verður streymi á Facebook Seltjarnarneskirkju frá  helgistund á sunnudögum kl.13 og frá bænastund á miðvikudögum kl. 12. Sunnudagaskólinn setur einnig inn nýtt efni á hverjum sunnudegi.

Kirkjuklukknum er hringt kl. 12  í þrjár mínútur alla dag  samkvæmt ósk biskups Íslands. Bænastundir verða alla daga kl. 12 í Seltjarnarneskirkju meðan á samkomubanninu stendur. Við biðjum fyrir landi og þjóð á tímum veirunnar.  Fólk getur komið bænaefnum til sóknarprests í síma 899-6979.

Samtals og sálgæslusími Seltjarnarneskirkju

Opin lína hjá sóknarpresti kirkjunnar 899-6979, hvort sem fólk vill ræða daginn og veginn eða vanlíðan og áhyggjur.

Sjálfboðaliðar, safnaðarþjónar

Sjálfboðaliðar hafa komið að kirkjustarfi alla tíð.  Eftir því sem að starf kirkjunnar verður fjölbreyttara er enn meiri þörf fyrir sjálfboðaliða.  Við leitum nú til Seltirninga, til þess að aðstoða við helgihaldið á sunnudögum og í barna og æskulýðsstarfinu.

Störfin eru margskonar og bindingin er ekki mikil en messan fer kannski að tala á annan hátt til þín en hún hefur gert fram til þessa ef fleiri koma að starfinu.  Þú leggur þitt af mörkum við að gera hana meira lifandi.  Í stað þess að messan sé borin uppi af presti, kirkjuverði, organista og kór, þá er hópur fólks fenginn til verksins.  Margt verður í boði svo sem bænahópur, lestur inn og útgöngubænar, lestur ritningarlestra og annað er snýr að undirbúningi fyrir hverja messu.

Er eitthvað sem þú gætir hugsað þér fyrir kirkjuna þína eða fólkið í sókninni?  Störf eru til við allra hæfi, líka þeirra sem eru á unglingsaldri.  Ef þú vilt verða safnaðarþjónn hafðu endilega samband við starfsfólk kirkjunnar í síma 561-1550 eða á netfangið: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..