Sunnudagurinn 6. mars 2016

Fræðslumorgunn kl. 10

Kynning á nýlegri útgáfu Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar. 350 ár frá fyrstu prentuðu útgáfu þeirra -  viðhorf til sálmanna á nýjum tímum.

Mörður Árnason, íslenskufræðingur.

FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA Á ÆSKULÝÐSDAGINN KL. 11

grottaÆskulýðsguðsþjónusta með þátttöku leiðtoga í sunnudagaskólanum og félaga í Íþróttafélaginu Gróttu. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Barnakórinn Litlu snillingarnir syngja undir stjórn Ingu Bjargar Stefánsdóttur og Friðiks Vignis Stefánssonar, organista. Gömlu meistararnir syngja.  Börn og unglingar í Gróttu lesa ritningarlestra og bænir. Allt gróttufólk er hvatt til þess að mæta í gróttutreyjunum sínum.


Vöfflukaffi eftir að allir hafa sungið Gróttulagið af krafti.