29. desember

Birt í Orð til umhugsunar

Ferðmenn í Landinu helga undrast oft þegar þeir sjá hirðana leiða hjörðina sína inn í sauðabyrgið á kvöldin.
Nú eru veggir byrgisins traustir en engin hurð er í dyrunum, þótt undarlegt megi virðast. Eiga þjófar og ræningjar þá greiða leið inn í byrgið? Svarið fæst þegar hirðirinn hefur komið allri hjörðinni inn og gefið henni. Þá sest hann sjálfur í dyrnar. Hann sveipar um sig kyrtlinum og býst til að vera þar um nóttina. Hirðirinn gætir dyranna.
Börn Guðs búa við það öryggi og traust að Jesús sér um sína. Hann lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir okkur. Hann tryggir heill og velferð barna sinna.

(Heimild: Máttarorð)