24. desember

Birt í Orð til umhugsunar

Jólin eru komin, fæðingarhátíð Jesú Krists. Í dag hljóma fagnaðarsöngvar um himin og jörð. Kynslóðir löngu liðinna alda sungu þá – og syngja nú – með englum Guðs.
Börn og fullorðnir, hundruð þjóða um alla jörðina taka undir þann lofsöng. ,,Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn,” sagði Jesja spámaður forðum og fagnaði jólahátíðinni mörgum öldum áður en hún rann upp. ,,Dýrð sé Guði í upphæðum,” sungu englarnir. ,,Guð sé lof fyrir gleðileg jól,” syngjum við með kristnum þjóðum nítján alda. En trúir þú, að því eldri sem við verðum, því betur sjáum við, hvað það er óumræðilega mikið sem við megum þakka Drottni fyrir fæðingarhátíð frelsarans.

(Heimild: Jólakveðja til íslenskra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum, 1929)