Skírdagskvöld í Seltjarnarneskirkju

IMG 20190418 183132

Myndir frá 18. apríl á skírdagskvöldi í Seltjarnarneskirkju. Í þriðja sinn var  boðið upp á máltíð í kirkjunni að danskri fyrirmynd á skírdag kl. 18.

Sóknarprestur þjónaði ásamt organista kirkjunnar. Félagar úr Kammerkórnum leiddu almennan safnaðarsöng. Eftir altarisgöngu var boðið upp á kalt lambalæri með heitri sósu og kartöflusalati. Á sjöunda tug manna tóku þátt í athöfninni.

IMG 20190418 183232