Gróttudagur 31. ágúst

Söngstund barnanna kl. 12-12.30 í Albertsbúð

Á Gróttudaginn 31. ágúst verður boðið upp á söngstund í Albertsbúð fyrir börn og fjölskyldur. Sveinn Bjarki, Þórdís og Erla María starfsfólk sunnudagaskólans í Seltjarnarneskirkju mæta með gítar og söng. Söngstundin stendur yfir í hálftíma frá kl. 12 til 12.30. Boðið verður upp á íþróttanammi meðan á söngstundinni stendur.