Sunnudagurinn 16. október

listahatid

Einsöngstónleikar sunnudag 16. október kl. 16

Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari
Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari 
 
 
Sex sönglög við Ijóð eftir Gellert op. 48 eftir Ludvig van Beethoven
  • Bitten
  • Die Liebe des Nächsten
  • Vom Tode
  • Die Ehre Gottes aus der Natur
  • Gottes Macht und Vorsehung
  • Bußlied
Afrísk- amerískir sálmar
Deep River
Nobody knows the trouble I’ve seen
Swing low sweet chariot
My curly headed baby
Íslensk sönglög
Fjallið eina - Sigvaldi Kaldalóns/Grétar Fells
Heimir - Sigvaldi Kaldalóns/Grímur Thomsen
Fögur sem forðum - Árni Thorsteinsson/Guðmundur Guðmundsson
Nótt - Árni Thorsteinsson/ Magnús Gíslason
Í dag - Sigfús Halldórsson/Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti
Tondeleyo - Sigfús Halldórsson/Tómas Guðmundsson
 
Bjarni Thor
Bjarni Thor
stundaði söngnám við Tónlistarskólann í Njarðvík, Tónskóla Sigursveins, Söngskólann í Reykjavík og Tónlistarháskólann í Vínarborg. Að námi loknu var hann fastráðinn við Þjóðaróperuna í Vínarborg um nokkurra ára skeið áður en hann sneri sér alfarið að lausamennsku. Á þeim aldarfjórðungi sem síðan er liðinn hefur Bjarni sungið í mörgum af helstu óperu- og tónleikahúsum heims. Á Íslandi hlaut hann Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin árið 2006 sem söngvari ársins fyrir frammistöðu sína í óperunni Brottnámið í kvennabúrinu sem sýnd var í Íslensku óperunni. Undarfarin misseri hefur Bjarni leikstýrt nokkrum óperum og staðið fyrir tónleikahaldi í Hörpu.
Ástríður AldaÁstríður Alda hóf nám í píanóleik 6 ára gömul hjá móður sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur en útskrifaðist frá Tónlistarskóla Reykjavíkur og stundaði framhaldnám við Indiana University. Ástríður hefur komið víða fram á tónleikum, ýmist sem einleikari eða með öðrum tónlistrmönnum. Hún er meðlimur í Elektra Ensamble og tangósveitinni Fimm í tangó. Árið 2012 gaf hún út sólóplötuna CHOPIN en einnig hefur komið út geisladiskurinn ALDARBLIK með henni og söngvurunum Eyjólfi Eyjólfssyni og Ágústi Ólafssyni. Ástíður Alda kennir við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.